Framúrskarandi matargerð í fallegu umhverfi
Veitingastaðurinn á Hótel Búðum hefur getið sér gott orð fyrir einstaka matargerð þar sem íslenskt gæðahráefni frá nágrönnum okkar á Snæfellsnesinu er í aðalhlutverki.

Opnunartímar
Morgunverður: 8:00 – 10:00
Hádegismatur: 11.30 – 14.00
Kvöldverður: 18.00 – 22.00
Bar: 11.00 – 01.00
Bar og setustofa
Njóttu þess að slaka á við barinn eða í setustofunni með drykk í hönd og stórbrotið útsýni fyrir augum.
Lambakjöt og ferskur fiskur eru í aðalhlutverki á matseðlinum ásamt lystugum forréttum og syndsamlegum eftirréttum.





