velkomin á búðir

Glæsileg herbergi í nýrri viðbótarálmu hafa verið tekin í notkun, stækkaður matsölustaður og stærri og betri bar – allt til að auka við þægindin og þjónustuna á hótelinu.

Framkvæmdir við stækkunina eru enn í gangi og nauðsynlegir vinnupallar að utan kunna að hafa áhrif á útsýnið í nýjum herbergjunum.


 

Hótel Búðir er tvímælalaust eitt fegursta sveitahótel á Íslandi í rúma tveggja stunda akstursfjarlægð frá Reykjavík. Þetta glæsilega hótel er einstakt í sinni röð útbúið öllum nútímaþægindum, andrúmsloftið er heillandi, þjónustan framúrskarandi og síðast en ekki síst; matur í sérflokki.


sælkeramatur úr sveitinni

Maturinn á Búðum hefur löngum verið eitt helsta aðdráttarafl staðarins. Ferskt hráefni er keypt af bændum og sjómönnum í nágrenninu auk þess sem matseðillinn endurspeglar árstíðirnar.

norðurljós

Nú er tími norðurljósanna og á Búðum eru kjöraðstæður að fylgjast með þessu magnaða fyrirbæri þegar veður gefst. Við erum með norðurljósavakt svo þau fari ekki fram hjá gestum okkar og hristum í norðurljósakokteil á barnum. 



HERBERGIN

Öll herbergi eru útbúin öllum helstu nútímaþægindum og með fallegu útsýni – ýmist í áttina að Snæfellsjökli, hafinu, fjöllunum í austri, mosavöxnu hrauninu eða Búðakirkju.

 


 

Veitingastaðurinn hefur getið sér góðs orðs fyrir einstaka matargerð þar sem íslenskt gæðahráefni frá nágrönnum okkar á Snæfellsnesinu er í aðalhlutverki. Lambakjöt og ferskur fiskur eru uppistaðan á matseðlinum ásamt lystugum forréttum og syndsamlegum eftirréttum.

 

©Nordica Photography

©Nordica Photography

BRÚÐKAUP

Umhverfið hér á Búðum þykir einstaklega rómantískt. Fögur og fjölbreytileg náttúran er allt um kring, Búðakirkja bíður í túnfætinum og í eldhúsinu eru töfraðar fram kræsingar úr gæðahráefni


BARINN OG MÓTTAKAN

Njóttu þess að slaka á við barinn eða í setustofunni með stórbrotið útsýni af fjöllunum og hafinu fyrir augum. 


AFÞREYING

Ýmiss konar afþreying er í boði á Snæfellsnesi. Göngu- og skoðunaferðir, ísklifur, jeppaferðir, reiðtúrar, hellaskoðun og hvalaskoðun eru fátt eitt af því sem er í boði. Auk þess eru mörg áhugaverð söfn víða á Snæfellsnesinu.